Brettafilmur
30% Endurunnar

CareStretch Nano filmurnar eru framleiddar úr 30% endurunnu plasti. Filmurnar eru framleiddar með styrk, endingu og teygjuþol að leiðarljósi. Þær draga verulega úr því magni plasts sem notað er við frágang vörubretta og eykur jafnframt stöðugleika þeirra.

Filman er 33ja laga og er afrakstur áralangrar þróunarvinnu Lindum Packaging í Bretlandi. Kolefnisfótspor þessarar filmu er allt að 24% lægra en hefðbundnar filmu sem framleidd er úr frumefnum.

Vélstrekkifilmurnar eru til í eftirfarandi þykktum:
12mi, 15mi, 17mi og 20mi.

Handstrekkifilmurnar eru til í eftirfarandi þykktum:
6mi, 8mi og 17mi.

 Frekari upplýsingar:

Brettafilmur
100% Endurunnar

IceEcoStretch filmurnar eru framleiddar úr 100% endurunnu plasti. Filmurnar hefur Silfraberg þróað í samvinnu við pólska framleiðandann Folgos sem er í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að framleiðslu á filmum úr endurunnu plasti.

IceEcoStretch er eina filma sinnar tegundar í heiminum. Hún gefur fyrirtækjum einstakt tækifæri til aukinnar þátttöku í hringrásarhagkerfinu, lækkunar á kolefnisfótspori sínu og hagræðingar í rekstri. Kolefnisfótspor (Co2) IceEcoStretch er allt að 80% lægra en af öðrum filmum sem ekki eru framleiddar úr endurunnu plasti. Framleiðsla hennar fylgir ströngustu vottunum Evrópusambandsins (EuCertPlast, RecyClass). Notkun IceEcoStretch filmunnar styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 9, 12 og 13.

Vélstrekkifilmurnar eru til í eftirfarandi þykktum:
17mi, 20mi og 23mi.

Handstrekkifilmurnar eru til í eftirfarandi þykktum:
15mi og 17mi.

 Frekari upplýsingar:

Hafðu samband ef þú vilt vita meira