ECOAGRO
100% ENDURUNNIÐ HEYRÚLLUPLAST

Við erum afar stolt af því að bjóða íslenskum bændum upp á fyrsta og eina heyrúlluplast sinnar tegundar í heiminum, sem er alfarið framleitt úr endurunnu plasti. Plastið hefur verið gæðaprófað af Landbúnaðarháskóla Íslands sem greindi heysýni og virkni plastsins til heyverkunar við íslenskar aðstæður. Prófanir komu frábærlega vel út og reyndist enginn munur á heygæðum þegar sýni voru borin saman úr heyi sem pakkað var með EcoAgro annars vegar og heyi sem pakkað var með hefðbundnu heyrúlluplasti sem ekki er endurunnið. Plastið er að öllu leiti sambærilegt að gæðum og annað plast sem framleitt er úr frumefnum (ekki endurunnið).

EcoAgro kemur í stöðluðum stærðum og passar því í allar pökkunarvélar. Plastið er 25mi þykkt og strekkingarþol þess er 70%, sem er algerlega sambærilegt við annað heyrúlluplast á markaði. EcoAgro gefur íslenskum bændum kost á að verða í fremstu röð bænda á heimsvísu er varðar þátttöku í hringrásarhagkerfinu og þar með lækka kolefnisfótspor síns búreksturs. Kolefnisfótspor EcoAgro er allt að 80% lægra en af öðru heyrúlluplasti sem ekki er framleitt úr endurunnu plasti. Framleiðslan fylgir ströngustu vottunum Evrópusambandsins (EuCertPlast, RecyClass).

 Frekari upplýsingar:

Til fróðleiks:

Algent er að u.þ.b. 1 kg. af plasti sé notað til plöstunar á einni heyrúllu. Hvert kg. af plasti sem er ekki framleitt úr endurunnum hráefnum hefur í för með sér 2,6 kg. af Co2 kolefnisútblæstri. Með því að nota EcoAgro lækkar það um allt að 80% og verður Co2 því 0,52 kg. Þetta leiðir af sér að bóndi sem rúllar 1.000 rúllur að sumri, lækkar Co2 fótspor búreksturs síns um allt að 2,08 tonn á ári með notkun EcoAgro.

Hægt er að sjá umfjöllun Bændablaðsins um EcoAgro hér

Hafðu samband ef þú vilt vita meira