Umslög

Sérþekking Lindum felst í að aðstoða fyrirtæki við að velja réttar filmur í réttu magni við plöstun bretta og tryggja þar með stöðugleika brettanna en jafnframt að lágmarka notkun plasts sem notað er hverju sinni.

Með Lindum brettaplasti næst framúrskarandi stöðugleiki bretta, sóun minnkar og ofnotkun umbúða verður hverfandi.

Rannsóknir Lindum sýna að með bestun ferilsins við plöstun bretta minnkar notkun brettaplasts um allt að 70%. Þannig er umhverfisfótspor starfseminnar lágmörkuð og dregið verulega úr ofnotkun plasts.  

Allar vörur Lindum eru einnig fáanlegar í BioZ útgáfu, lífrænu niðurbrjótanlegu plasti og endurvinnanlegu að fullu sem skaðar ekki umhverfið lendi það í náttúrunni. Um einstaka vöru er að ræða sem orðið hefur til eftir áralanga þróunarvinnu með það að markmiði að minnka umhverfisfótspor þeirra fyrirtækja sem nota brettaplast.

Hafðu samband ef þú vilt vita meira