Chilltainers kassarnir eiga rætur að rekja til Nýja Sjálands. Nýsjálendingar hafa um árabil staðið frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa að flytja fisk sem þar er veiddur langar leiðir á markaði. Því er lykilatriði að þær afurðir sem fluttar eru haldi ferskleika sínum þar til að á áfangastað er komið. Fyrirtækið Chilltainers Holding Limited hefur því lagt gríðarlega vinnu í þróun og hönnun á síðustu árum sem skilar sér nú í þessum einstöku kössum sem loks er hægt að bjóða kröfuhörðum neytendum á Íslandi. Kassarnir eru framleiddir úr sterkum pappa með álfilmu beggja vegna sem tryggir einangrunargildi þeirra.
Kassarnir eru fáanlegir í ýmsum stærðum og gerðum.
Kassarnir eru umhverfisvænn valkostur og endurvinnanlegir.